25 maí 2008

50.000

Mér sýnist að gestur nr. 50.000 gæti litið inn í dag.
Veðrið er yndislegt á Héraði. Kolgríma er horfin út í skóg en Klófríður er öll að hressast. Ég ætla að nota daginn til að bera á pallinn.
Speki dagsins á dagatalinu mínu er: Með hverju kærleiksverki sem þú vinnur í dag vefur þú nýjan gullþráð í ábreiðuna sem skýlir þér á morgun.
Hvernig væri nú að þið kæru vinir mynduð vefa ykkur nýja gullþræði og hjálpa mér í þessu stússi mínu.
En ef þið eruð ekki í vefstuði, þá bara vona ég að þið njótið dagsins til sjávar og sveita.

|