21 maí 2008

Ósköp

... eru þetta dapurlegar fréttir frá Akranesi.
Ég trúi því ekki að meirihluti bæjarbúa treysti sér ekki til að taka á móti palestínska flóttafólkinu. Hvar eru nú þessir kátu karlar sem við höfum sungið um í gegnum tíðina? Þessir sem sóttu sjó á kútter Haraldi? Ég hélt að þeir kölluðu ekki allt ömmu sína þarna á Skaganum, en svo kemur í ljós að þar hafa menn óvenjulega lítil hjörtu.
Svona er lífið, við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvort við eigum að gæta bræðra okkar. Sumir finna til ábyrgðar en aðrir til hræðslu.

|