11 maí 2008

Mig vantar að skilja

af hverju menn vantar að vita.
Mig vantar að borða af því að ég á ekkert að borða. Mig vantar að lesa af því að ég hef enga bók til að lesa.
Ef mig vantar að vita er það þá af því að ég veit ekkert?
Stundum þarf ég að vita, en ég ætla að vona að mig vanti aldrei að vita.
Kópavogskaupstaður á afmæli í dag, hann er 53 ára. Til hamingju Kópavogur.
Ég bjó tæp 16 ár í Kópavogi og ég man alltaf eftir 11. maí. Ég hef búið á Fljótsdalshéraði í næstum 30 ár, en ég hef ekki hugmynd um hver stofndagur kauptúnsins er.
Getur einhver frætt mig á því hvaða dagur það er?

|