23 maí 2008

Góðir dagar framundan

Veðuspáin er fín næstu daga fyrir mína sveit.
Verst að helgin er bara laugardagur og sunnudagur. Í næstu viku mætti hún líka gjarnan vera mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur.
En svona er lífið, maður verður bara að sætta sig við það. Vinnan er böl þess sem vill vera úti í garði að leika sér. Eða eins og presturinn sagði, vinnan er böl hinna drekkandi stétta.
Klófríður litla er að vakna úr svæfingunni, eftir sólarhrings svefn. Hún er ósköp aum litla skinnið. Augun eru skelfileg á að líta og mallakúturinn rakaður, samasaumaður og sterk blár eftir eitthvað sull sem Hjörtur dýralæknir bar á skurðsvæðið. Hún var með 5 kettlinga og ég er með nagandi samviskubit yfir að fara svona með litla skinnið.
Kolgríma er ekki nein Florens Nightingale, hún hvæsti á Klófríði í gær þegar hún kom heim. Núna er því Kolgríma úti í sólinni að leika sér en Klófríður fær að vera í næði heima.

|