Kvennahlaup og þjóðgarður
Byrjaði daginn á að fá mér labbitúr í Kvennahlaupinu.
Það var auðvitað hressandi. Ég fór bara meðalveginn og tók 2 km.
Það er mjög gaman að taka þátt í svona viðburði, allir kátir og skemmtileg stemning.
Svo var bara að fara heim, skella sér í bað, fara í skárri föt og taka rútu upp í Skriðuklaustur. Þar var hátíð vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Falleg dagskrá og skemmtileg. M.a. las Hákon Aðalsteinsson úr ljóðum sínum.
Þetta er búið að vera nokkuð langt ferli, stofnun þjóðgarðsins og ég mér fannst sem ég væri að taka þátt í merklegri stund í sögu landsins.
Ég vona að vel takist til með þennan stærsta þjóðgarð Evrópu og að hann eigi eftir að efla mannlíf í þeim sveitarfélögum sem að honum standa og að þjóðin og ráðamenn meti hann að verðleikum.
Annað kvöld hef ég fengið boð um að koma út í sveit og gefa nokkrum heimalningum. Það er alltaf svolítið spennandi.