25 júní 2008

Jazzgeggjarar

Þá er Jazzhátíðin byrjuð á Egilsstöðum.
Við Nína fórum á opnunartónleika í Fljótsdalsstöðinni, 300 m inn í fjalli.
Þetta var alveg ótrúleg upplifun, tónlistin falleg og hljóðfæraleikurinn frábær. Ég sá dansatriðin ekki nógu vel, en það sem ég sá var mjög flott.
Reyndar var ég mikið með augun lokuð bara til að njóta tónlistarinnar.
Hitti frumkvöðul Jazzhátíðar á Egilsstöðum, hann Árna Ísleifs. Hann er alltaf sprækur og gaman að hann skuli koma hingað austur til að setja Jazzhátíðina.
En garðurinn minn er tilbúinn að öðru leyti en því að grasið vantar. Þökurnar verða lagðar á föstudag. Alveg með ólíkindum hvað þetta hefur gengið fljótt og vel. Kapparnir Þórir hjá Jónsmönnum og Maggi hafa hamast í allan dag. Ég sat reyndar ekki auðum höndum því ég var að skrúfa allar skrúfurnar sem átti eftir að skrúfa í pallinn hjá mér - hátt í annað hundrað skrúfur.
Svo fór ég í barnaafmæli, Tóta kom og borðaði með mér fiskisúpu, kíkti á tölvuna mína og við fórum svo saman á golfnámskeiðið. Ég næ engum tökum á þessu golfi, slæ oftast allt of fast og ef ég hitti kúluna fer hún bara margfallt lengra en henni er ætlað. Alla vega í gærkvöld og í kvöld þegar við vorum að læra að pútta.
Ég fór m.a. gröf í höggi, þegar ég sló út af púttvellinum og inn í kirkjugarð. Mér var bent á að sennilega ættu kraftlyftingar betur við mig en svona penn leikur eins og golf.

|