Vinnandi menn
Í gær var byrjað að vinna í garðinum mínum.
Þetta eru öflugir karlar og garðurinn verður tilbúinn annað kvöld með grasi og öllu nema stikklingunum sem ég ætla að dunda mér við að stinga niður í beðin þegar karlarnir hafa lokið sínu verki.
Núna sitja þeir í kaffipásu úti á stétt og gæða sér á vöfflum sem ég myndaðist við að baka í morgun. Maður verður að gera vel við svona duglega vinnumenn.
Annars erum við að bíða eftir hellum sem koma frá Reyðarfirði fyrir hádegi. Alveg með ólíkindum hvað þetta gengur vel.
Ég ætlaði ekki að hafa mig í bólið í gærkvöldi því miðnætursólin var svo einstaklega falleg. Himininn var rauður og gulllitur. Svo fór sólin að koma upp þegar ég hafði mig loks í háttinn.