Að loknu golfmóti
Þá er fyrsta TAK-golfmótinu lokið.
TAK stendur fyrir Tengslanet Austfirskra kvenna.
Ég fór auðvitað heim með viðurkenningarskjal auk þess sem ég hlaut 3 golfkúlur í verðlaun.
Maður náttúrulega hugsar í hinum sanna ungmennafélagsanda, aðalatriðið er að vera með, ekki að vinna - svona svipaður andi og ríkir hjá okkur ríkisstarfsmönnum.
En hvað um það, ég fékk þetta líka fína skjal sem vottar það að ég fór völlinn á flestum höggum.
Kannski gengi mér betur í golfi ef kúlan væri svolítið stærri og þyngri. Alla vega leist mér vel á það sem ég las í golfgrínbók: Ég er góð í golfi, innra með mér. Minn innri maður kemur bara ekki í ljós þegar ég spila golf.