03 júlí 2008

Skyldi sumarið vera komið

Nú skín sól á Skógarkot.
Ég vona að veðurspáin rætist því ég er orðin leið á haustveðrinu sem hefur verið síðustu daga.
Í gær kveikti ég upp í kamínunni og það var aldeilis huggulegt. Ég vona að ég geti notað helgina m.a. til að saga meira í eldinn. Þegar við felldum aspirnar á Reynivöllunum fengum við svo mikinn eldivið að hann dugði í nokkur ár. Ég vonast til að fá svo sem eins og árs birgðir út úr haugnum sem ég er að saga niður eftir grisjunina í vor. Svo er ég að gera mér vonir um að mér takist að smíða mér eldiviðargeymslu til að hafa á pallinum. Ég er búin að draga að mér efni og nú er bara að sjá hvort ég hafi smíðahæfileika.
Annars er það helst að frétta úr mínu lífi að ég lemst um með hósta á nóttunni og er orðin meira en lítið leið á þessari þrálátu pest.

|