05 júlí 2008

Er gott að búa á Íslandi?


Þegar ég horfi á þessa mynd af þessum litla dreng í fangi móður sinnar þá fer ég að efast um að það sé gott að búa á Íslandi.
Faðir drengsins hefur sennilega aldrei staðið á verðlaunapalli á íþróttaleikvangi, hann flaggar ekki meistaratitlum í skák, hans bíður ekki fangavist í Malaga.
Hans bíður bara dauði og djöfull í Kenýa svo íslensk stjórnvöld sáu ekki ástæðu til annars en að vísa honum úr landi.
Mér finnst það vera Íslandi til háborinnar skammar að hegða sér svona í mannréttindamálum og ég held að ráðamenn ætti aðeins að hugsa sinn gang áður en þeir standa upp á hátíðastundum og dásama það hvað við stöndum okkur vel í málefnum fólks á stríðshrjáðum svæðum jarðar.
Ég vil að þessi litla fjölskylda, Rosmary Atieno, Paul og Fidel Ramses verði boðin velkomin til Íslands og að Fiedel litli fái að alast hér upp með báða foreldra sína hjá sér.
Sækið Paul til Ítalíu, þangað sem hann var fluttur nauðungarflutningum og skilið honum til sonar síns og eiginkonu sinnar áður en hann verður sendur í opinn dauðann í Kenýa.

|