12 júlí 2008

Kátt í koti

Það hefur verið líf og fjör í Skógarkoti síðustu daga.
Æskuvinkonur mínar úr Kópavogi brunuðu austur á Hérað og hafa skemmt mér með nærveru sinni. Þetta eru þær Inga, Sigga H. og Anna Birgitta. Með þeim eru Hjálmar maður Ingu, Addi maður Önnu Birgittu og Steini vinur Siggu.
Það er búið að sitja á pallinum og hugga sig, grilla, fara í Hallormsstað, út að borða, baka vöfflur, spjalla, sprella og hlægja.
Ótrúlega er gaman að eiga skemmtilega vini sem kíkja í kotið. Svo er það einhvern veginn þannig að vinátta frá æskuárunum í Kópavoginum verður dýrmætari með hverju árinu.
Anna Birgitta og Addi eru mikið söngfólk og það var ótrúleg upplifun að sjá þau við minnisvarðann um Þorstein Valdimarsson á Svefnósum á Hallormsstað, þar sem þau stóðu í sumarsólinni og sungu tvíraddað með lækjarnið sem undirleik.

|