Stál og hnífur ...
... sýnist mér að hafi breyst í ál og skífur.
Bubbi er búinn að tapa stórfé á hlutabréfamarkaðinum og það er náttúrulega hundfúlt að lenda í því.
Mér finnst að Björk gæti alveg sungið honum eitt ljúflingslag um fátækt fyrst svona er komið fyrir honum blessuðum karlinum sem eitt sinn var með "blóðuga fingur og illa lyktandi tær".
En svona þar fyrir utan finnst mér að listamenn eigi bara að ákveða það sjálfir hvaða málstað þeir vilja vekja athygli á.