04 ágúst 2008

Heima er best

Óskaplega er huggulegt heimilislífið hér í Skógarkoti.
Kisurnar sofa, við Maggi, Anna Berglind og Jón Árni látum líða úr okkur eftir ljúffenga grillmáltíð. Teygjum úr okkur hér í stofusófunum, hvert með sína fartölvuna í fanginu.
Við Maggi spjöllum á msn til að krakkarnir heyri ekki hvað við erum að tala um.
Já, íslenskt fjölskyldulíf er notalegt.

|