26 júlí 2008

Brúðkaup og Bræðsla

Ég hef hlakkað til þessa dags í allt sumar.
Annars vegar af því að í vor keypti ég mér miða á tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði og hins vegar af því að í vor fékk ég boðskort um að mæta í brúðkaup Dandýjar og Kela.
Fram eftir sumri voru tveir 26. júlí í mínum kolli, annars vegar 26. júlí þegar brúðkaupið yrði og hins vegar 26. júlí þegar Bræðslutónleikarnir yrðu.
Svo uppgötvaði ég einn daginn að það var bara einn 26. júlí á dagatalinu.
En það var nú ekki mikið vandamál að velja. Auðvitað fer ég í brúðkaup Dandýjar og Kela. Ég hefði víst geta selt þennan tónleikamiða 10 sinnum, slík var eftirspurnin.
Það verður gaman að fá að vera í Kikjubæjarkirkju í dag þegar sr. Jóhanna á Eiðum gefur brúðhjónin saman. Svo er veisla í Valaskjálf og kvöldið gæti allt eins endað á balli með Sálinni sem verður í Valaskjálf í kvöld.
Vona að allt lukkist vel, bæði í Kirkjubæ og á Borgarfirði.

|