08 ágúst 2008

08.08.08

Flott dagsetning.
Jæja, þá er tónleikadagurinn runninn upp og veðrið í Reykjavík er yndislegt. Esjan tekur sig vel út í eldhúsglugganum í Goðaborgum.
Sex and the city var bara skemmtileg. En ég upplifði tvennt mjög óvenjulegt í tengslum við bíóferðina í gær.
Í fyrsta lagi þá var það þannig þegar við komum að Félagsstofnun stúdenta að umferðin var öll í hnút. Þegar nær hringtorginu við Þjóðminjasafnið dró kom í ljós hver ástæðan var. Þar voru tveir lögregluþjónar að stjórna umferðinni í hringtorginu.
Ekki nema von að það vanti lögreglumenn í Reykjavík ef þeir þurfa að fást við svona verkefni.
Þegar inn í Háskólabíó kom varð ég fyrir lífsreynslu sem ég hef aldrei upplifað þó ég hafi stundað bíó í Reykjavík í hátt í 50 ár. Það var ekkert poppkorn að fá.
Popplaust bíó, ekki nema það þó. Mér finnst þetta kreppuástand í þjóðfélaginu vera farið að teygja sig ansi víða.

|