Strúts-syndrom
Ég er illa haldin af strúts-syndromi.
Ég forðast það að skoða heimilisbankann minn því ég á ekki von á fallegum tölum í heimilisbókhaldinu. Það er einhvern veginn bara auðveldara að gera eins og strúturinn og stinga hausnum í sandinn.
Áðan þá mannaði ég mig upp í að skoða hvernig mánaðamótin komu út hjá mér og það var svo sem ekkert slæmt.
En skuldirnar, ég fékk áfall. Fyrir fjórum árum tók ég lán upp á 4 milljónir. Ég hef skilvíslega borgað af þessu láni og hvað haldið þið að eftirstöðvarnar hljóði upp á í dag, fjórum árum síðar??? 5.058.000 krónur!!!
Ja það verður bið á því að ég taki hausinn aftur upp úr sandinum og skoði heimilisbankann minn.