Fyrsti skóladagurinn
Á morgun byrjar örverpið mitt í Háskóla Íslands.
Mér líður svolítið eins og þegar hún var að hefja skólagönguna 6 ára gömul. Ég er svo stolt af henni og ég er svo ánægð með að hún skuli vera að byrja aftur í skóla eftir nokkurra ára hlé.
Eitt af því sem kom upp í hendur mínar þegar ég var að fara í gegnum allar myndirnar mínar, var mynd af Önnu Berglind þegar hún var að fara fyrstu ferðina í skólabílnum, frá Strönd og upp í Hallormsstað.
Guð, það er svo stutt síðan örverpið mitt byrjaði í Hallormsstaðaskóla.
Já og í dag er akkúrat ár síðan ég flutti í Skógarkot.