15 desember 2008

Mikilvægur starfsmaður

Hingað til hef ég haldið að ég væri mikilvægasti starfsmaðurinn í vinnunni.
Einhvern tíma var ég látin taka saman starfslýsingu og þar kemur fram hversu mikilvægt ég hef alltaf haldið að starf mitt væri.
Umsjón með daglegum rekstri stofnunarinnar, fjárreiður, inn- og útskráning á málum, skjalavarsla og alls konar umsjón með hinu og þessu.
Svo fer ég í hálfs mánaðar veikindafrí og þegar ég kom aftur í morgun átti ég von á að starfsemin væri lömuð og öll rauð ljós blikkandi.
En nei, ó nei. Það sem samstarfsfólki mínu þótti verst við fjarveru mína var að kaffið var uppurið.
Ég þarf að endurskoða starfslýsinguna mína.

|