08 desember 2008

Óttalegur eymingi

Nú er ég búin að vera farlama í rúma viku.
Ég er orðin hundleið á því og ekki bætti það skapið að þurfa að viðurkenna veikleika minn og tilkynna mig frá vinnu alla þessa viku líka.
Ég held samt í þá veiku von að við Maggi getum brunað til Akureyrar næsta föstudag í aðventuferð, en við eigum miða á Frostrósartónleikana og gistingu á KEA. Ætli ég verði mér ekki bara úti um hjólastól til að geta jólast smá á Glerártorgi.
Það er nú nóg að það sé kreppa og jólaverslunin fari að mestu í vaskinn þetta árið þótt mér verði ekki líka alfarið meinað að skoða jólaskraut í búðargluggum og anda að mér smá jólaverslunarstemningu.

|