01 desember 2008

Afastrákur

Trausti svili minn hefur gengið til rjúpna á hverju ári.
Hann hefur gert það í meira en hálfa öld, en nú skilar hann sér ekki heim.
Gunnar afastrákur situr hjá Guðrúnu ömmu, lætur loga á litlu kerti og bíður þess að afi finnist.
Ég hef kveikt á kerti, Gunnari til samlætis og bið að Guð gefi að Trausti afi finnist fljótt. Það er svo sárt að vita hann liggja einan úti í vetrarkuldanum.

|