Veðurhorfur næsta sólarhring
Alveg væri ég til í að vera veðurteppt heima hjá mér á morgun.
Mér þykir afskaplega notalegt að kósa mig heima í Skógarkoti þegar stórhríðin hamast handan við stofugluggann.
Ég sé fyrir mér að ég sitji í náttfötunum í stofunni, pökkuð í teppi, með heitt kakó og góða bók. Maggi og malandi kettir halda mér félagsskap.
Samt held ég að það verði ekkert vont veður hér á Egilsstöðum, þrátt fyrir veðurspánna. Það er oft þannig að það er brjálað veður allt í kring, upp á Jökuldal og niður á fjörðum, en gott veður hér á Héraði.
Ég vona að veðrið verði gengið niður á föstudaginn en þá þarf ég að fara á Norðfjörð og láta gera við annan öklann. Ég sé fram á að skæklast um á hækjum alla aðventuna.
Það er víst best að búa sig undir það og skúra, skrúbba og bóna í kvöld svo ég afberi það að vera farlama.