Er ég ekki dama?
Er ég búralegur kuldabolti?
Þegar Anna systir varð fimmtug fékk hún voða lekkera skartgripi frá systkinunum og mömmu. Sérhannað íslenska smíði.
Þegar ég varð fimmtug gaf fjölskyldan mér öflugan rafmagnshitara til að hafa úti á palli.
Þegar Gleðikvennafélag Vallahrepps heiðraði Þórunni Alfreðs fékk hún eldrautt blúndukorsilett.
Þegar sami félagsskapur heiðrar mig, hvað er mér þá fært?
Ullarsokkar með bremsubólum!
Jæja, vinir og vandamenn líta alla vega ekki á mig sem glysgjarna gliðru. Mínar gjafir hafa mikið notagildi og koma sér vel í kreppunni.