Hverjum á að fyrirgefa?
Nú hefur einhverjum dottið í hug að þjóðin eigi að fyrirgefa.
Fyrirgefa þeim sem hafa sett samfélagið okkar á annan endann og enginn veit hvað er framundan.
Ég skil ekki hverjum við eigum að fyrirgefa og hvað við eigum að fyrirgefa. Hefur einhver beðist fyrirgefningar? Hefur einhver lýst því yfir að hann harmi að hafa gert eitthvað rangt?
Ef við eigum að íhuga fyrirgefningu verður fyrst að verða á vegi okkar einhver sem iðrast.
Jæja, daglegt líf hér í Skógarkoti hefur sinn vana gang og ég reyni að leggjast ekki í þunglyndi yfir ástandinu.
Hér hefur verið mikið að gerast um helgina. Þvottavélin mín batt enda á sitt eigið líf og líf þvottabalans. Ég hef því bæði fengið nýjan þvottabala og nýja þvottavél.
Svo bað ég Þórhall bróður að hjálpa mér að tjalda yfir hluta af pallinum en hann gerði sér lítið fyrir og smíðað bara hálfgert garðhús. Ég vona að ég verði ekki látin borga fasteignagjöld af veislugarðhúsatjaldinu.