03 nóvember 2008

Hún á afmæli í dag

Hún Klófríður mín er eins árs í dag.
Ég þarf að muna eftir því þegar ég fer í Bónus í dag að kaupa eitthvað gott handa afmælisbarninu.
Klófríður er ótrúlega skemmtileg kisa. Það þarf bara rétt að reka í hana puttann þá er hún farin að mala. Hún bankar þegar hún vill koma inn. Reyndar er þetta kannski frekar að hún klórar, hún hamast með litlu loppurnar sínar á glerinu á garðdyrunum.
Ég mæli með kisum sem gæludýrum. Þær eru yndislegar og ekki síst á svona tímum.

1. Þær tala ekki um kreppuna.
2. Þær hanga ekki yfir enska boltanum.
3. Þær hafa engar fjárhagsáhyggjur.

Kisur eru frábær félagsskapur og miklir gleðigjafar. Alla vega mínar kisur, Kolgríma og Klófríður. Þær eru svo ólíkir persónuleikar. Kolgríma vill lítið láta hnoðast með sig en Klófríður elskar að láta halda á sér, klappa sér og klóra.
Báðar eru samt þannig að þær vilja vera þar í húsinu sem ég er að bardúsa. Þær vilja vita af mér nálægt sér.
Speki dagsins: Hlátur er lyf fyrir hjartað.

|