30 október 2008

Hreindýragúllas

Í gær ákvað ég að úthýsa kreppunni og eldaði hreindýragúllas.
Svo var ís með heitri súkkulaðisósu í eftirmat, við arineld, voða kósý.
En hreindýragúllasið minnti mig á rétt sem ég fékk oft þegar ég var krakki og eldaði á fyrstu búskaparárunum mínum.
Steikt lambahjörtu í brúnni sósu. Bragðið er ekkert mjög ósvipað.
Nú er bara að kaupa sér slatta af lambahjörtum og setja þennan rétt inn á matseðil heimilisins. Svakalega verður maður orðinn þjóðlegur eftir nokkrar kreppuvikur.

|