29 október 2008

90% aðspurðra

... vilja Davíð burt.
Það er af sem áður var þegar hann var elsaður og dáður.
Geir ku ekki vilja reka hann af ótta við klofning í Sjálfstæðisflokknum. Hvað með það þótt Sjálfstæðisflokkurinn klofni, það yrði hvort sem er bara flokkurinn og svo klofningsarmurinn Davíð og Sigurður Kári.
Kannski að það sé trompið sem Geir ætlar að spila út þegar allt annað þrýtur, að senda Davíð heim og gleðja þjóðina.
Ég er að reyna að setja sjálfa mig í fréttabann, ég held að krónan standi hvorki né falli þótt ég liggi yfir fréttunum og fari á límingunum út af ástandinu.
Það er bara svo erfitt að stilla sig um fylgjast með hvað er að gerast. Ég er alltaf að frétta af fleiri vinum og kunningjum sem er sagt upp í vinnunni og þetta er alveg skelfilegt ástand.
En lífið í Skógarkoti gengur sinn vanagang. Klófríður og Kolgríma halda sínu striki þrátt fyrir allt krepputal. Ég held samt að Klófríður spjari sig betur í kreppunni, hún étur hvað sem er, en Kolgríma vill bara innfluttan kattamat og villibráð.

|