Speki dagsins
á dagatalinu mínu:
Frelsi án ábyrgðar er eins og barn sem hefur enga umsjá.
Nú hefur litla frjálsa bankabarnið hrapað fyrir björg og kærulausir foreldrarnir hafa verið sviptir forræðinu.
Það ríkir kyrrð og friður í Skógarkoti í dag. Klófríður og Kolgríma eru báðar búnar að fara út og gá til veðurs, en það er kalt og blautur snjór svo þær eru báðar komnar afur inn í hlýjuna.
Ég hugsa að við þrjár verðum allar í letigírnum í dag.