22 október 2008

Líðan mín er ekki í takt við ástandið.

Tilfinningar mínar eru á skjön við þjóðfélagsástandið.
Mér líður alveg ótrúlega vel, ég er glöð í sálinni, hlakka til að halda upp á afmælið mitt og ég er farin að hlakka til jólanna.
Hreindýrið liggur með lerkisveppina við hliðina á sér í frystinum og bíður eftir jólunum. Í gær kom heimsmeistarinn í hrútaberjasultugerð, Arndís Hólmgrímsdóttir, og færði mér tvær krukkur af þessu líka fallega hlaupi.
Nú bara tel ég dagana fram að jólum, þeir eru 63. Og hafið þið skoðað dagatalið? Það eru frábær jól í vændum.

|