06 nóvember 2008

Klukkan langt gengin í 50 ár

Í Skógarkoti miðast tímatalið við fyrir og eftir afmæli.
Ég hef ekki tíma til að gera eitt og annað skemmtilegt fyrr en eftir afmæli. Núna er ég að skemmta mér í undirbúningi.
M.a. er ég búin að skanna líf mitt í myndum og ég verð að deila einni með ykkur. Þetta erum við mamma og Anna Guðný, ásamt dúkkunum Huldu og Gínu. Takið eftir að Gína er rauðhærð, ég hef ekki kynnst annarri rauðhærðri dúkku og hún fylgir mér ennþá.
Þessi mynd er tekin á Hveravöllum, trúlega sumarið 1965 eða 1966.

|