08 nóvember 2008

Jæja gæskur, hvaða ár er?

2008? Og íslenskar glímufréttir í útvarpinu á undan boltafréttum.
Bráðum koma kannski skipafréttir. Hekla siglir á Austfjarðahafnir, kemur til Eskifjaðar í nótt. Esja er á leið til Reykjavíkur. Dettifoss er í Gdansk, siglir áleiðis til Íslands á þriðjudag. Brúarfoss kemur til hafnar í New York annað kvöld.
Kannski að þetta sé handan við hornið.
Alveg hefði ég verið til í að vera á Austurvelli í dag, ég sendi baráttukveðjur suður.
Svo legg ég til að við Íslendingar tökum upp tvo sérstaka vinahátíðardaga, 29. júlí og 11. nóvember.

|