Til hamingju Pólland
Í dag er þjóðhátíðardagur Pólverja.
Ég sendi öllum Pólverjum á Íslandi kveðju í tilefni dagsins, sérstaklega Mirek og Bozenu.
Það er hvít jörð á Egilsstöðum. Bara smá föl, rétt svona til að lýsa upp skammdegið. En ég held að þessi snjór hverfi fljótt aftur. Ég vona að það verði fært yfir Öxi á miðvikudaginn þegar ég fer á Hornafjörð og svo ligg ég á bæn og bið um að það verði ekki hvasst á laugardaginn. Hitastigið skiptir mig litlu máli, bara að það sé ekki mikill vindur.
Hvað er langt síðan það var hætt að mæla í vindstigum og farið að mæla metra á sek.? Ég hef enga tilfinningu fyrir þessu metraveðri, vindstigin eru miklu skiljanlegri fyrir mig.