21 nóvember 2008

Hin nýja ímynd bankanna.

Bankinn minn hefur myndskreytta heimasíðu.
Eins og eflaust flestir bankar. Fallegar auglýsingar, prýddar ungu heilbrigðu fólki á framabraut. Áhyggjulaust og fallegt.
En nú er komin ný auglýsing og ný mynd á heimsíðu bankans míns.
Þarna er mynd af myndarlegri konu sem eflaust hefur langan starfsferil í bankanum, það hefur ekki farið mikið fyrir henni enda sýnist mér hún vera svona baksviðs, ekki í afgreiðslunni. En hún er tilbúin að hjálpa þér út úr klúðrinu sem jakkafata- og dragtarklæddu frísklegu framagosarnir hafa komið þér í.
Já, það er best að treysta miðaldra konum, þær gera allt sem þær geta til að leysa hvers manns vanda.

|