23 nóvember 2008

Sorgardagar

Það hvílir sorg yfir Borgarfirði eystra.
Í gær var til moldar borin Bergrún Jóhanna Ólafsdóttir frá Gamla Jörfa. Andlát hennar var mjög óvænt, en hún varð bráðkvödd í Reykjavík fyrir hálfum mánuði.
Við Begga deildum sömu kjörum á Landspítalanum sumarið 2004 þegar mennirnir okkar lágu þar saman á deild og báðar urðum við ekkjur það sumar. Þetta sumar mynduðust mjög sérstök tengsl og mikil vinátta milli okkar Beggu.
Í gær dó Helgi Arngrímsson eftir erfitt stríð við krabbamein. Hann var næst elsta barn Arngríms og Elsu í Sæbergi. Helgi var lengi framkvæmdastjóri Álfasteins en hann bjó mest alla sína ævi á Borgarfirði.
Þegar ég var krakki í sveit á Borgarfirði var ég alltaf eins og grár köttur í Sæbergi. Helgi var myndarlegur, brosmildur og hann var hljómsveitargæi. Mér fannst hann alltaf vera einn flottasti frændi minn.
Ég votta aðstandendum Beggu og Helga samúð mína og bið Guð að vera með þeim öllum, sérstaklega Elsu í Sæbergi og Bryndísi, ekkju Helga.

|