23 desember 2008

Þorláksmessa

Það er allt að verða tilbúið fyrir skötuveisluna.
Langborð fyrir 18 manns í bílskúrnum og Maggi er búinn að tengja gömlu hljómflutningstækin þar svo við getum hlustað á jólalög.
Saltfiskur, skata, nýr fiskur, rúgbrauð, smjör, rófur, karftöflur og hamsatólg. Svo verður pizza fyrir viðkvæma og matvanda.
Jólatréð stendur úti á palli og bíður þess að fá að koma inn í stofu. Við erum búin að versla allt sem þarf á eitt heimili til að halda herlega jólahátíð. Ég hlýt samt að hafa gleymt einhverju eins og mér er farið að hætta til að gera. Ég er alla vega ekki búin að fatta hvað það getur verið.
Í fyrramálið er ferðinni heitið í Vallanes til að setja greinar og ljós á leiðið hans Finns og þá mega jólin koma.

|