21 desember 2008

Dularfull jólasending

Þegar ég kom frá Höfn hékk plastpoki á útidyrahurðinni.
Ég er búin að reyna að komast að því hver hengdi þennan poka á dyrnar en hef ekki enn komist að því. Það var ekkert kort og engin skilaboð.
Pokinn innihélt heimabakað rúgbrauð og sítrónumauk í krukku.
Ég kann hálf illa við að vera að gæða mér á einhverju góðgæti sem ég veit ekkert frá hverjum er. Kannski að ég fari bara að trúa á jólasveina.
En hver sem þú ert sem skildir eftir þennan pakka til mín, hafðu bestu þökk fyrir.
Það var bylur í morgun en veðrið virðist vera að ganga niður. Nína vinkona kemur eftir hádegi og hjálpar mér að komast í búðir.
Mikið afskaplega verður gott þegar ég get farið allra minna ferða án þess að vera svona upp á aðra komin. En það hefur verið lærdómsríkt að þurfa að kynna sér ferlimál fatlaðra svona á eigin skinni.

|