18 desember 2008

Hvað eigum við að gera í þessu efnahagsástandi?

Við eigum alla vega ekki að sofa það af okkur.
Svo mikið er víst. Mér sýnist að stjórnvöld hafi fundið lausn á fólksflóttanum sem er að bresta á.
Úr því að fólksfjölgunartölur þjóðarinnar eru ekkert sérlega bjartar þá hafa stjórnvöld fundið leið til að sporna við fótum.
Við eigum ekki að sofan, nei, við eigum að vera heima og gera dodo., kannski að þetta verði til að fleiri börn fæðist.
Reyndar eru getnaðarvarnarlyf í sama hópi og stinningarlyf þannig að það er ekki víst að þetta herbragð lukkist.

|