01 apríl 2007

Nú kætast Húsvíkingar...

... sumir hverjir, ekki allir væntanlega.
Það er ekki hægt að segja að niðurstaðan í kosningunum í Hafnarfirði hafi verið afgerandi í aðra hvora áttina, það voru innan við 100 atvkvæði sem skildu að þá sem voru fylgjandi og þá sem voru andvígir stækkun álversins.
En svona er lýðræðið, þú veist aldrei hvað kemur upp úr kjörkössunum.
Í gærkvöldi þurfti ég að bregða mér niður í þorp. Þegar ég ók niður Fagradalsbrautina sá ég þetta himneska sólarlag yfir Egilsstaðabænum. Þar sem ég var nú að dáðst að þessari fallegu sýn þá rann það upp fyrir mér að í framtíðinni á ég væntanlega oft eftir að dáðst að sólarlaginu því útsýnið úr stofuglugganum á Skógarkoti er yfir Fjótsdalsheiði, Fellaheiði, Smjörfjöllin og Kollumúlann. Ég verð að semja við bæjaryfirvöld að fella svo sem eitt eða tvö tré svo ég geti horft á Snæfellið sjálft, hæsta fjall á Íslandi utan Vatnajökuls. Það nefnilega blasir við meðan tréin eru ekki laufguð. Þetta eru gamlar krækklur sem engin eftirsjá er í.

|