14 mars 2007

Ferðalagið hafið

Þá er maður búin að hristast frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Merkilegt að Flugfélag Íslands virðist vera tekið upp á því að láta vélar sínar fljúga í 14.000 fetum milli þessara staða eins og gert var fyrir 30 árum. Enda fær maður að hristast í það minnsta helminginn af leiðinni. Ég var meira að segja hálf flugveik.
Þetta var 7. flugferðin mín á árinu og ég held að ég hafi aldrei komst yfir 14.000 fet. Ég er persónulega hrifnari af 19 til 20.000 fetum.
Það var svo fínt skrifborðið mitt í vinnunni þegar ég fór, ég vildi að það væri alltaf svona. Eða húsið mitt, allt skrúbbað og skúrað og fínt, ég vildi líka að það væri alltaf svoleiðis.
Eins gott að Kolgríma gangi vel um meðan ég er í burtu.
Ég þarf svo að kynna mér hvenær ég get átt von á Skúla og Tótu á morgun, en þau ætla að sækja mig og sjá um að koma mér á Keflavíkurflugvöll nógu tímanlega í flugið suður í sólina.

|