Hin krónísku fimm kíló
Allar konur sem ég þekki dreymir um að losna við 5 kíló.
Mig dreymir um að losna við 15 kíló en ég á líka yfirleitt stóra drauma og mig dreymir um að losna við stóra keppi.
Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér lífsgleði og lífsánægju hennar Dandýjar sem kennir mér spinning. Þetta er einhver skemmtilegasta kona sem ég hef hitt á lífsleiðinni, ein af þessum sem fær mann til að brosa bara með því að bjóða góðan daginn.
Þetta er alveg frábær stelpa og ég er að reyna að taka hana mér til fyrirmyndar. Allar konur ættu að taka Dandý sér til fyrirmyndar.
Þið sem voruð á þorrablótinu hér á Egilsstöðum sáuð hvernig Dandý kom sá og sigraði. Hún var ekkert feimin við að koma frekar fáklædd fram, þó hún sé ekki nein horgrind. Hún er nefnilega mjög fitt og flott og afar kvenlega vaxin. Og þegar við vorum að skoða myndir af þorrablótinu þá hikaði Dandý ekkert við að segja "ógeðslega er ég flott" og hún er það og ég held að við séum það bara allar.
ÉG ER ÓGEÐSLEGA FLOTT.