08 janúar 2007

Það er gott að búa á Egilsstöðum

Mikið er gott að búa á Egilsstöðum.
Í sumar var lagður hjólastígur út og suður, upp í skóg og norður fyrir Fljót. Það fannst mér mikil samgöngubót og ég hef mjög gaman af að hjóla upp í skóg, undir Eyvindarárbrúna. Mér finnst að það mætti malbika meira í skóginum - þetta er ekki grín, það er svo gaman að hjóla á malbikuðum stígum.
Í morgun sá ég á msn-inu hjá Grétu Aðalsteins að hún hafði misst af strætó. Ég auðvitað setti mig í samband við hana og spurði hana hvort hún væri í Reykjavík. Nei, aldeilis ekki, hún hafði misst af strætó úr Fellabæ í Egilsstaði. Ég hélt að þetta væri eitthvert grín hjá henni, en svo sá ég bara með eigin augum skilti fyrir framan löggustöðina, strætóbiðstöð.
Ja, hérna hér. Ég fylgist ekki nógu vel með.
Hefur eitthvað fleira markvert gerst í bænum án þess að ég hafi tekið eftir því?

|