Leynilegur aðdáandi
Jibbí, skibbí, ég á leynilegan aðdánda.
Ég komst að því í dag þegar ég sótti póstinn. Ég fékk eitt og annað skemmtilegt í pósti, þar á meðal kort frá vinum mínum Kristínu og Jóni fyrrum barnakennara, Guðmundssyni. Svo var í umslaginu jólasagan 2006 og rúsínan í pylsuendanum, konfekt. Ekkert venjulegt konfekt og ekki frá Jóni og Kristínu. Þau hafa bara verið beðin að koma þessu góðgæti til mín. Konfektið var hjartalag, já takið eftir því, hjartalaga Mozartkonfekt.
Ég hef grun um að Konni kynlegi sé að senda mér þetta fínerí, en kannski er um einhvern annan enn leynilegri aðdáanda að ræða.
Úllla, la, þetta er sko spennandi.