14 desember 2006

Það snjóar og snjóar

Ég hef bara aldrei séð annan eins snjó.
Á rúmum þremur tímum í morgun er kominn örugglega 50 cm jafnfallinn snjór.
Alla vega var það þannig að þegar ég fór heim úr vinnunni í hádeginu þá sá ekki á dökkan díl á bílnum og ég varð að opna gætilega því snjórinn náði upp á miðjar hurðar.
Það er nú óþarfi að láta okkur á Egilsstöðum hafa allan jólasnjóinn, er ekki hægt að dreifa honum jafnar.
Það var ekki laust við að það væri fyndið að sjá á eftir fröken Kolgrímu út áðan. Hún var voða kát og stökk út í garð og þar gersamlega hvarf hún ofan í lausamjöllina. Svo kom lítill haus upp úr snjónum og ungfrú kisa var fljót að drífa sig aftur inn í hlýjuna. Nú situr hún í stofunni og hreinsar af sér snjóinn.
Ég fer suður með næstu flugvél. Ég kannaði það í morgun hvort flug gengi eðlilega í þessari ógnar snjókomu og það er víst allt í lagi með það. Vélarnar verða fyrir smá töfum hér á vellinum fyrir flugtak því það þarf að hreinsa af þeim snjóinn áður en þær fara í loftið.
Það eru sem sagt ekki sjóvélar heldur snjóvélar.
Svo er það Smáralindin með Gunnhildi starx og lent er í höfuðborginni og James Bond með Siggu vinkonu og vonandi líka Ingu í kvöld. Vinna á morgun og svo förum við Visa vinkona í búðir fyrir alvöru.
Góðar stundir.

|