30. nóvember
Í dag hefði hann Finnur minn orðið fimmtugur.
Fyrir 10 árum var mikið húllum hæ á Strönd, mikið drukkið af Tequila, margar sögur sagðar og mikið hlegið.
Þá vissum við ekki hvað framundan var.
En lífið heldur áfram og í kvöld ætla systkini mín sem búsett eru hér fyrir austan, mágkonur, mágur og svilkona að kíkja til mín og þó það verði ekki drukkið Tequila þá vona ég að það verði hlegið og rifjaðar upp skemmtilegar sögur.