Stjörnuspá
Ég þykist ekki trúa á stjörnuspá.
Samt les ég hana alltaf, er kát ef hún er góð en hálf leið ef hún er vond - það er þá sem ég trúi ekkert á hana. Eins er með veðurspána, ég tek ekki mark á henni ef hún er vond.
Stjörnuspáin mín í dag er svona: SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember Himintunglin draga viljastyrk sporðdrekans fram í dagsljósið. Sambandið á milli hugar og líkama er líka sterkara, sem gerir sporðdrekanum kleift að heila sjálfan sig, passa upp á vigtina eða koma í veg fyrir höfuðverk.
Ástæðan fyrir því að ég hef stjörnuspána mína hér í dag er sú að í morgun þegar ég steig á vigtina þá lá við að ég hoppaði hæð mína í loft upp, í "öllum" þeim herklæðum sem maður stígur upp á vigtina í. Ég á nefnilega bara eftir að losa mig við 800 grömm af öllum kílóunum sem ég hlóð utan á mig þegar ég hætti að reykja fyrir 8 mánuðum síðan.
Þökk sé þeim danska. Annars held ég að sá danski sé samsæri Extra blaðsins til að minnka umfang Íslendinga. Hvað ætli Íslendingar hafi rýrnað um mörg tonn síðan sá danski kom til sögunnar hér á landi?