Jólaundirbúningur
Jólaundirbúningurinn okkar Kolgrímu gengur vel.
Kolgríma er búin að sjá notagildi fyrir jólagjöfina frá Kb-banka, hún treður sér ofan í hana og notar hana fyrir svefnpoka.
Það er bara allt að verða klárt hér á bæ. Bara eftir að skúra gólfin, taka saman draslið sem hefur skapast af þessu jólagjafainnpökkunarstandi og svo bara að fara elda jólamatinn. Kannski eitthvað smá svona annað eins og að úrbeina eitt hreindýrslæri og útvega jólatré.
Örverpið mitt hefur ekki mátt heyra á það minnst undanfarin ár að fara á næsta sölustað og kaupa tilbúið jólatré. Hún er alin upp við það að fara með pabba sínum út í hvaða veður sem var á aðfangadagsmorgun, velja tré í skóginum og fella það áður en birti. Að þessu athuguðu er ótrúlegt hvað við höfum alltaf haft falleg tré um jólin. En nú er ég búin að semja við starfmenn Skógræktarinnar á Hallormsstað um að lambið mitt má koma og saga sér tré á morgun og þá er spurning hvor það verður gert eður ei.
Rumurinn lendir kannski í því enn ein jólin að redda grenimálunum. Hann er nú farin að selja jólatré hér úti á Egilsstöðum svo það ættu að vera hæg heimatökin að fá tré hjá honum.
Ég gleymdi að semja við Eymund í Vallanesi um litlar lífrækt ræktaðar kartöflur, það náttúrulega verða ekki jól hér ef ekki verðar brúnaðar smáar kartölfur.
Er einhver sem á smáka síðan í haust??? Ræktunaraðferð skiptir ekki máli, bara að þær séu litlar.