Og nú er Jón dauður...
... en sjálfstæðisbaráttan blífur.
Þá eru þeir búnir að hengja herra Saddam þarna niður frá. Skildi heimurinn breytast í útópíu við það eða er það núna fyrst sem ballið byrjar?
Saddam dó hetjudauða, horfði óragur á böðla sína, neitaði að láta setja á sig hauspoka, sagði nokkur vel valin dánarorð og nú er hann kominn í hóp píslarvotta.
Nú hafa stríðandi fylkingar enn eina ástæðuna til að skipuleggja sjálfsmorðsárásir út og suður um allan heim.
Ég legg til að herra Bush verði framseldur til Íraks, in officio.