12 janúar 2007

Lífið er þorrablót

Það er ekki bara gott að búa á Egilsstöðum,
það er líka rosalega skemmtilegt.

Nú er vika fram að þorrablóti og ástæðan fyrir því hversu langt líður á milli að ég blogga er sú að ég er að skemmta mér í þorrablótnefnd. Þetta er ótrúlega mikið fjör, við erum öll kvöld að spá og spekúlera í hvaða grín er hægt að gera að samborgurunum. Ég held að við sem erum að undirbúa blótið fáum margfalt meiri skemmtun út úr þessu en þeir sem borga sig inn í íþróttahúsið á bóndadag.

Svo er ég svo treg að ég hélt að auglýsingin Enn er Von með harmonikku, væri grín, en þetta er bara fúlasta alvara.

|