20 febrúar 2007

Hreindýralottóið

Þá er búið að draga í hreindýralottóinu.
Ég óska henni Grétu Aðalsteins til lukku, en hún fer á fjöll í sumar og veiðir sér eitt dýr til matar. Maður ætti kannski að fara að æfa skotfimi, ég held að svona veiðar séu rosalega skemmtilegar.
En hvað um það, ég heyrði í hreindýraveiðimanninum mínum í dag og mér til mikilla vonbrigða og sárrar hneykslunar þá fékk hann ekki veiðileyfi.
Veiðimaðurinn minn á miklar lendur á veiðisvæði 7 og þarna sér maður svo oft og iðulega hreindýrahópa, í síðustu viku voru þó nokkur dýr að spóka sig við þjóðveg 1 í Álftafirðinum. Hvaða réttlæti er í því að landeigendur sem mega þola ágang dýranna fá ekki leyfi til að veiða þau???
Ef ég fengi að ráða þá væri hreindýrakvótanum úthlutað í tveimur hollum, annars vegar til landeigenda og hins vegar til annarra veiðimanna. Að sjálfsögðu þyrftu báðir að uppfylla öll skilyrði sem þarf í dag, skotveiðileyfi o.s.frv.

|