15 mars 2007

Í dag...

... er ár síðan ég hætti að reykja.
... eru 86 ár síðan hún mamma mín fæddist í Vestdal á Seyðisfirði. Núna, eftir viðburðaríka ævi á Borgarfirði eystra, í Reykjavík, Kópavogi og á Egilsstöðum er þessi elska aftur komin til Seyðisfjarðar þar sem hún dvelur á deild fyrir heilabilaða á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Knús og kossar til mömmu.
... er hann Maggi vinur minn fimmtugur. Innilegar hamingjuóskir til hans, en hann tók að sér það ábyrgðarmikla hlutverk að passa elsku dúlluna hana Kolgrímu Högnadóttur meðan ég er í burtu.
... eru að mig minnir 2..051 ár síðan Sesar var drepinn.
... snjóar í Reykjavík og ég er að leggja í ferðalag suður í sólina þar sem ég ætla að vera næstu tvær vikurnar með þeim Skúla og Tótu sem koma fyrir hádegi og sækja mig.
Ég á von á Önnu Berglind og Nonna í morgunkaffi, en á linknum hér til hliðar Lambið mitt, má lesa um mikla ævintýrareisu þeirra skötuhjúa um Reykjanesið á dögunum.

|