10 ágúst 2007

Betri er einn köttur í húsi ...

... en tveir í skógi.
Garpur er kominn í leitirnar, hafði lagst út í Selskógi en Grislingur valsar enn um. Ég bind vonir við að þessi rigning sem nú er reki hann heim til sín aftur, mætti kannski rigna meira.
Garpur kom ólarlaus heim og nú er hann búinn að fá eina gula og bleika að láni hjá Kolgrímu. Hann er svolítið eins og hann sé að fara á Gay pride.

|